Fengu yfir sig 2,4 tonna stæðu af kjöti

Tveir starfsmenn sláturhúss KVH á Hvammstanga sluppu ótrúlega vel þegar 2,4 tonna stæða af kjöti féll yfir þá á sl. miðvikudag. Mennirnir voru töluvert lemstraðir og annar fór úr axlarlið auk þess að fá skurð á ennið. Vinnueftirlitið rannsakar slysið.

Að sögn Magnúsar Freys Jónssonar, framkvæmdastjóra sláturhússins, er um að ræða fjögurra hæða stæðu, þar sem hver svonefndur tröllakassi er um metri á hæð og vegur um 600 kg. „Þeir voru að færa svona stæður til þegar neðsti kassinn raunverulega sprakk. Þeir náðu að hlaupa undan en hluti af stæðunni lenti þó á þeim.“ Mennirnir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en eru ekki mikið slasaðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert