Kraumandi óánægja kaupmanna

mbl.is

Frank Michel­sen úr­smíðameist­ari sagði sig í dag úr stjórn Miðborg­ar Reykja­vík­ur, fé­lagi hags­munaaðila á svæðinu og Reykja­vík­ur­borg­ar. Hann seg­ir kraum­andi óánægju meðal versl­un­ar­manna á Lauga­vegi vegna hringlanda­hátt­ar borg­ar­stjórn­ar og áhuga­leys­is á miðborg­inni. Hann tel­ur al­ger­an trúnaðarbrest á milli kaup­manna í miðborg­inni og pó­lí­tískra full­trúa.

„Ég er mjög óánægður með fram­göngu borg­ar­full­trúa í mál­efn­um miðborg­ar­inn­ar og tel ásamt fleir­um kaup­mönn­um að okk­ur, sem eiga lífsaf­komu okk­ar und­ir að rétt sé á mál­um haldið í miðborg­inni, hafi verið fórnað í pó­lí­tísk­um hrá­skinns­leik stjórn­mál­anna sem hverri ann­ari skipti­mynt,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem Frank sendi frá sér síðdeg­is.

Þar seg­ir enn­frem­ur: „Kraum­andi óánægja er á meðal versl­un­ar­manna á Lauga­vegi vegna hringlanda­hátts borg­ar­stjórn­ar og áhuga­leys­is þeirra á miðborg­inni. Allt tek­ur of lang­an tíma og fátt stenst. Borg­in sel­ur eign­ir sem fjar­lægja á vegna upp­bygg­ing­ar en stopp­ar síðan allt af. Reyna síðan að koma „hreysa­væðing­unni“ yfir á upp­bygg­ingaðila sem ekki mega fjar­lægja hús vegna vönt­un­ar á samþykkt­um teikn­ing­um sem ekki fást samþykkt­ar hjá skipu­lagi, jafn­vel vegna per­sónu­legs smekks starfs­manna þar.“

Frank Michel­sen spyr í fram­haldi þessa: „Hversu trú­verðugt er þegar vara­formaður hús­friðun­ar­nefnd­ar, Pét­ur H. Ármanns­son er jafn­framt stjórn­ar­maður í Torfu­sam­tök­un­um?“

Frank bend­ir á að upp und­ir tutt­ugu versl­un­ar­pláss standi yf­ir­gef­in við Lauga­veg.

Hann seg­ir veggjakrot og gler­brot áber­andi og sóðaskap fyr­ir aug­um veg­far­enda. „Útigangs­menn, of­drykkju­menn og dóp­ist­ar fara um í flokk­um, veit­ast að veg­far­end­um og angra versl­un­ar­fólk, hræða það og stela vör­um. Þetta er al­gjör­lega óviðun­andi og óá­sætt­an­legt. Ég tel að al­ger trúnaðarbrest­ur sé á milli kaup­manna í miðborg­inni og pó­lí­tískra full­trúa sem kjörn­ir voru með fög­ur fyr­ir­heit á vör. Því miður.“

Frank Michel­sen seg­ir í til­kynn­ing­unni að loks þegar liðnir eru fjór­ir mánuðir frá síðasta stjórn­ar­fundi Miðborg­ar Reykja­vík­ur sé stjórn­ar­fund­ur sett­ur á þann tíma sem hann hafi látið formann fé­lags­ins vita í tölvu­pósti þann 14. mars s.l. að hann yrði er­lend­is.

„Mér þykir afar slæmt að eini full­trúi þeirra sem lífsaf­komu sína eiga und­ir rekstri fyr­ir­tæk­is ein­göngu í miðborg­inni og er í stjórn Miðborg­ar Reykja­vík­ur, skuli ekki geta kom­ist á stjórn­ar­fund fé­lags­ins sem styðja á við bak okk­ar. “

Hann seg­ir einnig að í fund­ar­boði næsta fund­ar sé hvergi nefnt að taka eigi umræðu um ástand miðborg­ar­inn­ar, þrátt fyr­ir mikla og afar nei­kvæða umræðu í fjöl­miðlum og á meðal fólks. „Þykir mér það lýsa áhuga­leysi og sinnu­leysi pó­lí­tískra full­trúa sem gæta eiga og sinna hags­mun­um allra, ekki ein­göngu róm­an­tísk­um hug­mynd­um Torfu­sam­tak­anna og hús­friðun­ar­sinna sem beita oft á tíðum vafa­söm­um aðferðum í mál­flutn­ingi sín­um væg­ast sagt. Sýn­ist mér að borg­ar­yf­ir­völd ætli sér ekki að leita eft­ir áliti þeirra sem hag­muna hafa um framtíð miðborg­ar­inn­ar. Er nú svo komið að mér líst illa á að nafn mitt og fyr­ir­tæk­is míns teng­ist þeim vinnu­brögðum sem borg­ar­stjórn viðhef­ur í mál­efn­um miðborg­ar­inn­ar þar sem ég ásamt öðrum, þrátt fyr­ir setu í stjórn Miðborg Reykja­vík­ur, er í raun al­ger­lega hundsaður hvað varðar framtíð miðborg­ar­inn­ar.“

Úraversl­un og úr­smíðavinnu­stofa Michel­sen er á þessu ári 99 ára og þar af hef­ur fyr­ir­tækið starfað í miðborg Reykja­vík­ur síðan 1943 eða í 65 ár. „Met ég orðspor mitt og fyr­ir­tæk­is míns of mik­il­vægt til að taka þátt í þess­um darraðardansi stjórn­mál­anna. Ég kom til að starfa af heil­ind­um fyr­ir versl­un­ina á Lauga­veg­in­um og í miðbæn­um, þvert á alla pó­lí­tík. Ég get ekki tekið þátt í þessu leng­ur. Ég treysti ekki leng­ur borg­ar­full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Hér með segi ég mig úr stjórn Miðborg­ar Reykja­vík­ur. Þakka ég stjórn­ar­fé­lög­um sam­starfið,“ seg­ir Frank Michel­sen. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka