Ölvaður á 194 km hraða

Ölvaður ökumaður á ofsahraða var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi …
Ölvaður ökumaður á ofsahraða var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi í nótt. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann fólksbifreiðar um kl. 04:30 í morgun sem ók austur Suðurlandsveg í Flóa á 194 km hraða.  Að sögn lögreglunnar var það ekki það eina sem var aðfinnsluvert við háttarlag ökumanns því hann lyktaði af áfengi. 

Hann var færður í lögreglustöð þar sem hann gekkst undir blásturspróf.  Niðurstaða þess var á þann veg að hann var vel yfir mörkum.  Ökumaðurinn var því sviptur ökurétti til bráðabirgða og mál hans sent til ákæruvalds til frekari ákvörðunar um refsingu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka