Tugir, ekki hundrað eiga inni laun

Vegna umfjöllunar um launagreiðslur Stafnáss í 24 Stundum sem einnig birtist hér á Fréttavef Morgunblaðsins vilja aðstandendur fyrirtækisins koma á framfæri leiðréttingu þar sem þeir telja að rangt sé farið með í fréttaflutningi um fyrirtækið.

Í tilkynningu Stafnáss segir: „Stór hluti starfsmanna Stafnáss ehf. hefur fengið öll sín laun að fullu greidd og allir starfsmenn Stafnáss ehf. hafa fengið öll sín laun fram til 22. febrúar 2008 en laun eru greidd á tveggja vikna fresti.

Í febrúar þegar ljóst var í hvað var að stefna þá var öllum starfsmönnum Stafnáss ehf. sagt upp störfum frá og með 1. mars 2008. Stafnás ehf. aðstoðaði þessa starfsmenn við að fá vinnu annarstaðar og viku af mars, þ.e. 7. mars sl. var búið að útvega öllum þeim starfsmönnum sem sagt hafði verið upp störfum vinnu annarstaðar. Rétt er hinsvegar að hluti þessara starfsmanna, á milli 20 og 30 menn eiga í dag inni eins til tveggja vikna laun hjá félaginu, þ.e. laun fyrir tímabilið 22. febrúar til 7. mars. 2008.
 
Ofangreint er hægt að fá staðfest hjá starfsmönnum Eflingar og Trésmíðafélagi Reykjavíkur en Stafnás ehf. hefur unnið þetta mál í fullu samráðið við þessi félög.
  
f.h. Stafnáss ehf."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert