Tveir handteknir og féð fundið

Ræningjar réðust inn í Kaskó-verslun í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík um klukkan fimm í dag og ógnuðu starfsfólki með garðklippum. Að sögn lögreglunnar er talið að ræningjarnir hafi verið tveir og komist undan með einhverja fjármuni.

Laust fyrir klukkan 17.00 kom maður vopnaður garðklippum i verslunina, ógnaði starfsfólki og komst undan með fjármuni. Talið er að annar hafi beðið fyrir utan og hlupu þeir á brott.

Strax kl. 17.20 voru tveir menn handteknir og kom annar þeirra saman við lýsingu.  Fjármunirnir fundust ekki á þeim en kl. 17.55 fann leitarhundur lögreglunnar peninga í poka skammt frá versluninni og er um að ræða peningana sem rænt var. Málið telst því upplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka