Jarðgöng undir sjávarmáli verði bönnuð frá Kjalarnesi að Vatnajökli næstu milljón ár

mbl.is

Ísleif­ur Jóns­son, verk­fræðing­ur og fyrr­um stjórn­andi Jarðbor­ana rík­is­ins, seg­ir í grein í sunnu­dagsút­gáfu Morg­un­blaðsins í dag að besta lausn­in í mál­efn­um Sunda­braut­ar sé að hætta við lagn­ingu henn­ar og breikka þess í stað Vest­ur­lands­veg­inn í þrjár til fjór­ar ak­rein­ar. Ef Sunda­braut sé nauðsyn­leg þá sé skyn­sam­leg­ast að leggja hana ofan sjáv­ar.

Í grein sinni bend­ir Ísleif­ur á að Esj­an sé syðsta fjallið úr gamla berg­inu, sem sé miklu eldra og þétt­ara en bergið á Suðvest­ur- og Suður­landi. Sunn­lenska bergið leki líka miklu meira og því sé mjög hæpið að skyn­sam­legt sé að grafa jarðgöng und­ir sjáv­ar­máli á svæðinu.

„Ég legg því til að eng­in jarðgöng und­ir sjáv­ar­máli verði leyfð á svæðinu frá Kjal­ar­nesi að Vatna­jökli næstu millj­ón árin að minnsta kosti,“ skrif­ar Ísleif­ur og árétt­ar skoðun sína: „Bönn­um öll jarðgöng und­ir sjó frá Kjal­ar­nesi að Vatna­jökli.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert