Vormaraþon Félags maraþonhlaupara var ræst í Elliðaárdal í Reykjavík í morgun. Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 40 til 50 manns og hlaupa þeir í mjög björtu og góðu veðri.
Hlaupið var hálfmaraþon sem um 100 manns tóku þátt í og skiluðu þeir sér allir í mark. Árangur fyrstu manna var talinn mjög góður. Stefán Guðmundsson sem keppir fyrir Breiðablik kom í mark á 1 klst og 14 mínútum sem þykir góður árangur í frosti og kulda.
Steinn Jóhannsson var annar og kom hann í mark eftir 1 klst og 19 mínútur.
Í kvennaflokki setti Eva Einarsdóttir persónulegt met 1 klst og 31 mínúta og þar varð Sólrún Inga Ólafsdóttir sem kom töluvert á eftir Evu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu.
Í heilu maraþoni sem var ræst klukkan níu í morgun tóku 17 keppendur þátt. Sigurvegari varð Hrafn Gylfason 3 klukkustundir og 33 mínútur en menn eru á því að afrek dagsins hafi verið unnið af aldursforseta hlaupsins sem varð í 2. sæti. Svanur Bragason sem er kominn á sjötugsaldur hljóp 3 klukkustundum og 38 mínútum.
Sigurvegari í kvennaflokki í maraþoninu var Elín Reed 3 klukkustundum 41 mínúta og í öðru sæti var Ragnheiður Valdimarsdóttir sem hljóp á 4 klukkustundum og 3 mínútum.