Fimm árekstrar á tveimur tímum

Mjög mikil hálka er á Akureyri og vegfarendur beðnir að …
Mjög mikil hálka er á Akureyri og vegfarendur beðnir að gæta að sér. mbl.is/Rax

Mjög mik­il hálka er á göt­um Ak­ur­eyr­ar þessa stund­ina og á tveim­ur klukku­stund­um hafa orðið fimm um­ferðaró­höpp og árekstr­ar þar. Varðstjóri lög­regl­unn­ar sagði að það væri laun­hált og menn þyrftu að hægja á sér. All­ir fyr­ir utan einn voru þetta minni­hátt­ar pústr­ar.

Al­var­leg­ast­ur var árekst­ur fólks­bíls og jeppa á mót­um Strand­götu og Gler­ár­götu í dag. Farþegi sem sat afturí fólks­bíln­um slasaðist lít­ils­hátt­ar. Fólks­bíll­inn er tal­inn ónýt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert