Ránstilraun í Reykjavík

Vopnuð tveimur hnífum reyndi kona um þrítugt að ræna bensínafgreiðslu.
Vopnuð tveimur hnífum reyndi kona um þrítugt að ræna bensínafgreiðslu. mbl.is/Júlíus

Kona um þrítugt reyndi að ræna Select-versl­un á Bú­staðavegi í Reykja­vík klukk­an 7:40 í morg­un. Hún var með tvo hnífa, sinn í hvorri hend­inni, hótaði starfs­fólki og fór fram á að fá pen­inga. Henni var sagt að þarna væri enga pen­inga að hafa. Þá hvarf kon­an á braut ak­andi bíl.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu fékk upp­lýs­ing­ar um skrán­ing­ar­núm­er bíls­ins sem kon­an ók og var hún hand­tek­in skömmu síðar. 

Kon­an er nú í vörslu lög­regl­unn­ar en hún mun hafa verið eitt­hvað ölvuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert