Snjóflóð lokar Ólafsfjarðarmúla og veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur en samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er verið að moka.
Vegur er orðinn auður á Hellisheiði og í Þrengslum og vegir eru auðir
nánast um allt Suðurland.
Á Vesturlandi er víðast hvar autt en þó er snjóþekja og éljagangur á
Fróðárheiði og hálkublettir á norðanverðu Snæfellsnesi, Vatnaleið,
Bröttubrekku og Svínadal. Veður er hins vegar versnandi á Holtavörðuheiði og þar er nú hálka og skafrenningur.
Mokstri hefur verið hætt á Klettshálsi og er hann orðin ófær, en að öðru leyti er ennþá þokkaleg færð á Vestfjörðum og Ströndum.
Veður er nú versnandi á Norðurlandi vestra, vaxandi vindur, skafrenningur og éljagangur og víða komin einhver hálka. Á Öxnadalsheiði er hálka og skafrenningur, en snjókoma eða éljagangur er við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum og víðast hvar snjóþekja eða hálka.
Þæfingsfærð er á Fagradal og enn er einhver biðstaða á Fjarðarheiði.
Á Suðausturlandi eru vegir að miklu leyti auðir þótt sumstaðar sé hált á köflum.