Treysta dómgreind lækna

Ansgar photography/zefa/Corbis

Íslendingar hafa upp til hópa ekki sérstakar óskir varðandi takmörkun meðferðar þegar nær dregur lífslokum. Þess í stað hafa þeir tilhneigingu til að treysta dómgreind lækna sinna og sætta sig við ákvarðanir þeirra. Þetta er reynsla Valgerðar Sigurðardóttur, yfirlæknis á líknardeild Landspítala. Hún segir einn og einn sjúkling afþakka meðferð af sjálfsdáðum á lokastigi sjúkdóms en það sé mikill minnihluti. Þau Sigurður Guðmundsson landlæknir eru sammála um mikilvægi þess að ræða vilja sjúklinga um takmörkun meðferðar í tíma enda sé það réttur hvers og eins, samkvæmt landslögum, að andlát fari fram á eins virðulegan hátt og við verður komið.

Að gera síðustu metrana bærilega

Sjálfsákvörðunarréttur sjúklinga veltur vitaskuld á því að þeir hafi andlega burði til að taka ákvarðanir. Sigurður segir stærstu skilaboðin þau að sjúklingar ræði þessi mál við sína nánustu og hafi þá upplýsta um vilja sinn áður en veikindi ágerast. „Þetta er ekki aðeins í þágu hins sjúka heldur tryggir líka að aðstandendur séu sáttir því það er hreint ekki auðvelt fyrir þá að vera settir í þá aðstöðu að taka afstöðu til þess þegar á hólminn er komið hvort hætta eigi meðferð vegna alvarlegs sjúkdóms eða halda henni áfram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert