Dráttarbíll með tengivagni sem á voru stór jarðýta og mokstursvél, lenti út af í Óseyrarbrekku í sunnanverðum Stöðvarfirði í gærkvöldi. Mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð. Bílstjórinn, Kristján Leósson, var einn í bílnum og sakaði hann ekki.
Bílstjórinn sem vinnur fyrir Suðurverk vill koma því á framfæri að vegagerðin mætti hugsa betur um vegina. Allmikil brekka er þar sem bíllinn fór út af og hefði getað farið verr.