Vatnagarður blásinn af?

Borgarráð samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að auglýsa tillögu á deiliskipulagi útivistarsvæðis Úlfarsárdals. Í kjölfarið óskaði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, eftir svörum um hvort vatnagarður sá sem settur var í málefnasamning fyrsta meirihluta borgarstjórnar á þessu kjörtímabili hefði verið blásinn út af borðinu.

Í fyrirspurn Óskars segir: „Í fyrirliggjandi auglýsingu um deiliskipulag útivistarsvæðis Úlfarsárdals er ekki gert ráð fyrir vatnagarði eins og fyrri tillögur gerðu ráð fyrir. Að því gefnu er mikilvægt að fyrir liggi yfirlýsing frá borgaryfirvöldum um að ekki standi til að hætta við fyrirhugaðan vatnagarð í Úlfarsárdal.“ Óskar vildi jafnframt fá að vita hvar vatnagarðurinn yrði staðsettur, ef bygging hans stæði enn til, og hvenær skipulagstillögur yrðu kynntar.

Óskar segist fá svör hafa fengið á fundi borgarráðs en þeim hafi verið lofað á þeim næsta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert