Bæklunarlæknar utan samninga

Samn­ing­ar hafa ekki tek­ist milli samn­inga­nefnd­ar heil­brigðisráðherra og sjálf­stætt starf­andi bæklun­ar­lækna. Gild­andi samn­ing­ar renna því út í dag og frá og með morg­un­deg­in­um, 1. apríl, hef­ur Trygg­inga­stofn­un því ekki heim­ild til að taka þátt í kostnaði vegna þjón­ustu bæklun­ar­lækna, nema vegna efn­is­gjalda og kross­bandaaðgerða.

Trygg­inga­stofn­un seg­ir, að samn­ings­leysið þýði að sjúk­ling­ar þurfi sjálf­ir að leggja út fyr­ir kostnaði vegna þjón­ustu bæklun­ar­lækna. Sam­kvæmt sér­stakri reglu­gerð muni þeir síðan geta fengið hluta kostnaðar­ins end­ur­greidd­an hjá stofn­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert