Bæklunarlæknar utan samninga

Samningar hafa ekki tekist milli samninganefndar heilbrigðisráðherra og sjálfstætt starfandi bæklunarlækna. Gildandi samningar renna því út í dag og frá og með morgundeginum, 1. apríl, hefur Tryggingastofnun því ekki heimild til að taka þátt í kostnaði vegna þjónustu bæklunarlækna, nema vegna efnisgjalda og krossbandaaðgerða.

Tryggingastofnun segir, að samningsleysið þýði að sjúklingar þurfi sjálfir að leggja út fyrir kostnaði vegna þjónustu bæklunarlækna. Samkvæmt sérstakri reglugerð muni þeir síðan geta fengið hluta kostnaðarins endurgreiddan hjá stofnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert