Birkir Jón: Vill ræða málefni aldraðra og öryrkja

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því í morgun að fulltrúar ÖBÍ, Landssambands eldri borgara og ASÍ yrðu kallaðir fyrir félags- og tryggingamálanefnd Alþingis. Þetta kemur fram á bloggvef Birkis Jóns.

„Ég bloggaði fyrir helgi um meint svik ríkisstjórnarinnar við eldri borgara og öryrkja í tengslum við aðkomu ríkisins að kjarasamningum. Deilan snýst um hversu mikið almannatryggingar áttu að hækka í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga. Ég ákvað í framhaldinu að bíða eftir viðbrögðum ráðherra við yfirlýsingum samtaka aldraðra, öryrkja og Alþýðusambandsins. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var innt eftir svörum um helgina kom harla lítið fram hjá henni og í raun er það enn óupplýst hvort ríkisstjórnin hafi ekki uppfyllt það sem hún lofaði fyrir örfáum vikum síðan.

Á fundi félags- og tryggingamálanefndar í morgun óskaði ég eftir því að fulltrúar ÖBÍ, Landssambands eldri borgara og ASÍ yrðu kallaðir fyrir nefndina til komast til botns í þessu máli. Það verður því væntanlega haldinn fundur fljótlega þar sem að þetta mál verður skýrt nánar fyrir félags- og tryggingamálanefnd Alþingis," samkvæmt bloggvef Birkis Jóns.

Bloggvefur Birkis Jóns 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert