Birkir Jón: Vill ræða málefni aldraðra og öryrkja

Birk­ir Jón Jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, óskaði eft­ir því í morg­un að full­trú­ar ÖBÍ, Lands­sam­bands eldri borg­ara og ASÍ yrðu kallaðir fyr­ir fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd Alþing­is. Þetta kem­ur fram á bloggvef Birk­is Jóns.

„Ég bloggaði fyr­ir helgi um meint svik rík­is­stjórn­ar­inn­ar við eldri borg­ara og ör­yrkja í tengsl­um við aðkomu rík­is­ins að kjara­samn­ing­um. Deil­an snýst um hversu mikið al­manna­trygg­ing­ar áttu að hækka í tengsl­um við gerð síðustu kjara­samn­inga. Ég ákvað í fram­hald­inu að bíða eft­ir viðbrögðum ráðherra við yf­ir­lýs­ing­um sam­taka aldraðra, ör­yrkja og Alþýðusam­bands­ins. Þegar Jó­hanna Sig­urðardótt­ir var innt eft­ir svör­um um helg­ina kom harla lítið fram hjá henni og í raun er það enn óupp­lýst hvort rík­is­stjórn­in hafi ekki upp­fyllt það sem hún lofaði fyr­ir ör­fá­um vik­um síðan.

Á fundi fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd­ar í morg­un óskaði ég eft­ir því að full­trú­ar ÖBÍ, Lands­sam­bands eldri borg­ara og ASÍ yrðu kallaðir fyr­ir nefnd­ina til kom­ast til botns í þessu máli. Það verður því vænt­an­lega hald­inn fund­ur fljót­lega þar sem að þetta mál verður skýrt nán­ar fyr­ir fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd Alþing­is," sam­kvæmt bloggvef Birk­is Jóns.

Bloggvef­ur Birk­is Jóns 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka