Sérstaka tegund af mótorhjóli var hægt að sjá á götum Reykjavíkurborgar í morgun en það er nýleg tegund af hjóli sem Sökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að taka í notkun. Er hjólið þannig útbúið að tiltölulega auðvelt er komast í gegnum umferðina og einnig er það vel búið björgunarbúnaði, svo sem endurlífgunarbúnaði og hjartastuðtæki.
Hjólið hefur verið notað þegar mikill mannfjöldi er samankominn í miðborg Reykjavíkur, þar á meðal 17. júní og á menningarnótt á síðasta ári. Ekki hefur þurft að beita því í alvarlegum björgunaraðgerðum en vissulega er gott að geta gripið í það ef um mikla örtröð er að ræða.