Enn rafmagnslaust í Mosfellsbæ og hluta Grafarvogs

Enn er rafmagnslaust í  Mosfellsbæ, Kjalarnesi, hluta Grafarvogs og í Grafarholti en bilun varð í 132 kv aðalæð háspennu við Spöngina um hádegisbil í dag. Við það kom mikið högg inn á kerfið sem varð til þess að Nesjavallalínu sló út og hefur ekki tekist að koma henni inn aftur.

Að sögn Orkuveitu Reykjavíkur vill svo til, að verið var að vinna að viðhaldi á háspennustreng frá Geithálsi að tengivirkinu í Korpu og  hann var ekki tiltækur til þess að tengja framhjá biluninni og mynda þá hringtenginu sem alltaf er í kerfinu. Verið er að vinna að því að koma þeirri tengingu á að nýju, sem gæti tekið um klukkustund  samkvæmt upplýsingum Landsnets.

Á fjórða tug þúsunda íbúa eru á þessu svæði og fjöldi fyrirtækja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert