Fangelsi fyrir innbrot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvítugan karlmann í 8 mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir að brjótast í félagi við annan mann inn í tvö sumarhús í Árnessýslu nótt eina í júní á síðasta ári og stela þar raftækjum, áfengi og öðrum munum.

Maðurinn hefur nokkrum sinnum áður hlotið dóma, aðallega fyrir innbrot og þjófnaði. Hann játaði brotin.

Þá var sautján ára gamall piltur dæmdur í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela bíl í Reykjavík ásamt öðrum manni, aka að Gaulverjaskóla í Flóahreppi þar sem þeir brutust inn og stálu fartölvum, og aka síðan til Reykjavíkur aftur. Piltarnir ætluðu að senda tölvunar úr landi og koma þeim í verð þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert