Fangi stunginn með sporjárni í rasskinn

Fangelsið að Litla-Hrauni.
Fangelsið að Litla-Hrauni.

Lögreglan á Selfossi var kölluð að Litla-Hrauni í síðustu viku vegna fanga, sem hafði verið stunginn með sporjárni í rasskinn af samfanga. Lögregla segir, að áverkinn hafi reynst minni háttar og hættulaus. Málið er í rannsókn.

Lögreglan segir, að málsatvik hafi verið með þeim hætti, að fjórir fangar komu inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrri til en hann fann sting í annarri rasskinninni og þegar hann fór að huga betur að sá hann að útskurðarsporjárn stóð þar fast. Hafði einn mannanna fjögurra  stungið járninu í hann.<P>

Fórnarlambið var flutt á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar. Hvorki liggur ljóst fyrir um ástæðu árásarinnar né hver fjórmenningana stakk  sporjárninu í manninn. Það er mjög fíngert og rétt um 3 mm í þvermál líkt og sver prjónn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert