Fangi stunginn með sporjárni í rasskinn

Fangelsið að Litla-Hrauni.
Fangelsið að Litla-Hrauni.

Lög­regl­an á Sel­fossi var kölluð að Litla-Hrauni í síðustu viku vegna fanga, sem hafði verið stung­inn með spor­járni í rasskinn af sam­fanga. Lög­regla seg­ir, að áverk­inn hafi reynst minni hátt­ar og hættu­laus. Málið er í rann­sókn.

Lög­regl­an seg­ir, að máls­at­vik hafi verið með þeim hætti, að fjór­ir fang­ar komu inn í sölut­urn í fang­els­inu þar sem fyr­ir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrri til en hann fann sting í ann­arri rasskinn­inni og þegar hann fór að huga bet­ur að sá hann að út­skurðarspor­járn stóð þar fast. Hafði einn mann­anna fjög­urra  stungið járn­inu í hann.<P>

Fórn­ar­lambið var flutt á heilsu­gæsl­una á Sel­fossi þar sem gert var að sár­inu. Hinir fjór­ir voru aðskild­ir og yf­ir­heyrðir sem sak­born­ing­ar. Hvorki ligg­ur ljóst fyr­ir um ástæðu árás­ar­inn­ar né hver fjór­menn­ing­ana stakk  spor­járn­inu í mann­inn. Það er mjög fín­gert og rétt um 3 mm í þver­mál líkt og sver prjónn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert