Geir: Tvennskonar vandi í efnahagsmálum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að vand­inn í efna­hags­mál­um væri tvenns­kon­ar: alþjóðleg lausa­fjár­kreppa og að upp hefði komið óvænt­ur skort­ur á gjald­eyri, sem hefði haft það í för með sér að krón­an hefði fallið. 

Geir sagði, að fyr­ir hefði legið að eft­ir að stór­fram­kvæmd­um lauk á Aust­ur­landi myndi gengi krón­unn­ar lækka. Það hefði hins veg­ar komið á óvart hversu skyndi­leg þessi geng­is­breyt­ing var og því hefði verið fleygt að óeðli­leg­ir hlut­ir væru þar á ferð; Geir sagðist ekki geta full­yrt neitt um það en ánægju­legt væri, að á þess­um fyrsta viðskipta­degi eft­ir árs­fund Seðlabank­ans hafi krón­an styrkst og inn­lend­ur hluta­bréfa­markaður sömu­leiðis. Það benti til þess, að botn­in­um sé náð.

Guðni sagði, að fram­sókn­ar­menn sæju grænt land hand­an erfiðleik­anna og með sam­stilltu átaki væru for­send­ur fyr­ir að koma jafn­vægi á í efna­hags­mál­um. Mik­il­vægt væri að ráðast í sam­stillt átak til að slökkva verðbólgu­bálið.

Geir sagði, að geng­is­lækk­un­in hefði því miður þau áhrif að verð á inn­flutt­um varn­ingi hækkaði. Gangi geng­is­lækk­un­in til baka að ein­hverju marki væri nauðsyn­legt að skora á alla þá, sem hafa vald yfir verðlagi á Íslandi, að halda aft­ur af sér og láta ekki verðlag hér á landi hækka sam­stund­is á meðan ekki væri séð fyr­ir end­ann á þess­ari þróun. Ekki mætti þó gleyma því að inn­flutn­ings­verðið sjálft, einkum á hrávöru, væri að hækka, vegna þess hversu veik­ur banda­ríkja­dal­ur hef­ur verið.

Ef geng­is­breyt­ing­in hins veg­ar verður var­an­leg yrðu Íslend­ing­ar að sætta sig við að það kæmi ein­hver kúf­ur í verðlags­mál­um, sem von­andi gengi niður þegar líða færi á árið.  

Geir sagði, að það sem væri að ger­ast á alþjóðamörkuðum væri af­leiðing af óá­byrgri stefnu ým­issa banka  og fjár­mála­fyr­ir­tækja, sem voru að leika sér að því að búa til skulda­bréfa­vafn­inga, vefja inn í það allskyns lán­um og lána síðan aðilum, sem vita mátti að gætu ekki staðið í skil­um. Vegna þess hve alþjóðahag­kerfið væri orðið opið og alþjóðavætt hefðu slík­ir gjörn­ing­ar um­svifa­laust áhrif ann­arstaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert