Gunnar Örn Gunnarsson listmálari látinn

Gunnar Örn Gunnarsson.
Gunnar Örn Gunnarsson.

Gunnar Örn Gunnarsson listmálari lést sl. föstudag á bráðadeild Landspítalans 61 árs að aldri. Gunnar fæddist í Reykjavík 2. desember 1946. Foreldrar hans voru Guðríður M. Pétursdóttir húsmóðir og Gunnar Óskarsson móttökustjóri.

Gunnar hélt sína fyrstu einkasýningu í Unuhúsi 1970 en alls urðu einkasýningar hans hér á landi og erlendis á sjötta tug. Gunnar tók þátt í fjölda samsýninga hér á landi, á öllum Norðurlöndunum, víða um Evrópu, í New York, Chicago, Sao Paulo og Tókýó. Hann var fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum 1988. Verk hans eru í eigu safna víða um heim, m.a. í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Keflavíkur, Listasafns ASÍ, Listasafns Háskólans í Reykjavík, Listasafns Háskóla Íslands, Guggenheim Museum í New York, Sabu Museum í Tókýó, Moderna Museet og National Museum í Stokkhólmi.

Gunnar stofnaði og rak til dauðadags alþjóðlegt gallerí, Galleri Kamb, á heimili sínu á Kambi í Holta- og Landsveit, Rangárvallarsýslu, og stóð þar fyrir fjölda sýninga íslenskra og erlendra listamanna. Gunnar hlaut Menningarverðlaun DV 1987. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Þórdís Ingólfsdóttir heilsuhjúkrunarfræðingur. Hann lætur eftir sig sex börn og níu barnabörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert