Handalögmál í Ártúnsbrekku

Umferð hefur verið lokað í Ártúnsbrekku.
Umferð hefur verið lokað í Ártúnsbrekku. mbl.is/Júlíus

Nokkrir af æðstu yfirmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú í Ártúnsbrekkunni, sem er lokuð vegna aðgerða vörubílstjóra, og reyna þeir að telja forsvarsmenn bílstjóranna á að hætta að stöðva umferð um brekkuna en hún er nú lokuð í báðar áttir vegna aðgerða bílstjóranna.

Mikill hiti er í bílstjórum á svæðinu og segja þeir forsvarsmann sinn Sturlu Jónsson hafa verið handtekinn en hann situr inni í lögreglubíl á svæðinu. Til handalögmála kom er lögregla hugðist fjarlægja annan bílstjóri sem neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og færa bíl sinn. Aðrir bílstjórar reyndu þá að koma í veg fyrir að hann yrði fluttur inn í lögreglubíl. 

Lögregla hefur ekki staðfest að neinn hafi verið handtekinn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka