Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir hörmulegt að horfa upp á ástandið í stjórnsýslu Reykjavíkur.
Þar séu meira eða minna allir málaflokkar í gíslingu og mál ekki leidd til lykta. Ástandið í borginni sé órækasti vitnisburðurinn um að mál séu föst inni í stjórnkerfi borgarinnar, að því er fram kom í útvarpsfréttum RÚV.