Ljósleiðari bilaði á Norðurlandi

Bilun varð í ljósleiðarhring Mílu og er landshringur IPnets rofinn milli Blönduós og Sauðárkróks. Míla segir að verulega skerðing sé á flutningsgetu Internetumferðar til útlanda vegna þessa. Einnig er 3G kerfið á Akureyri úti.

Unnið er að bilunargreiningu og er ekki vitað hvenær viðgerð lýkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert