Lýsti efasemdum um skipulagsbreytingar á Suðurnesjum

Lúðvík Berg­vins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist á Alþingi í dag hafa efa­semd­ir um að skyn­sam­legt sé að skipta upp lög­reglu­stjóra­embætt­inu á Suður­nesj­um. 

Sagðist Lúðvík einkum hafa áhyggj­ur af aðskilnaði tolls­ins og lög­regl­unn­ar, enda hefði það sam­starf gengið vel.

Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, sagði að breyta þyrfti lög­um vegna þess­ara breyt­inga og  þá yrði málið vand­lega rætt á Alþingi. Sagðist hann vera þess full­viss, að all­ur und­ir­bún­ing­ur yrði vandaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert