Nafnabrengl í fréttum

Sturla mun hafa verið staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er …
Sturla mun hafa verið staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er árásin í Bankastræti var gerð. mbl.is

Ekki mun vera rétt að ölvaður maður hafi ráðist á Sturlu Böðvarsson forseta alþingis í Bankastræti í dag. Hið rétta í málinu er að starfsmaður forsætisráðuneytisins sem heitir svipuðu nafni var sleginn og hyggst sá maður sem ekki vill láta nafns síns getið kæra líkamsárásina í fyrramálið.

Fréttavefur Morgunblaðsins hafði fréttina um árásina eftir kvöldfréttum Rúv en í samtali við varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur síðan komið í ljós að um mistök hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert