Rafmagn komið á að nýju

Raf­magn er komið á að nýju í Mos­fells­bæ, Kjal­ar­nesi, Grafar­holti og hluta Grafar­vogs en raf­magns­laust varð um há­deg­is­bil í dag vegna bil­un­ar í há­spennu­streng frá Korpu að aðveitu­stöð í Borg­ar­túni. Ekki er enn vitað hvers kyns bil­un er á ferðinni, en streng­ur­inn er að hluta sæ­streng­ur þar sem hann ligg­ur yfir Elliðaár­vog­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert