Sekt ef ekki er mætt í ræktina

Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins tekur fyrstu lyftuna í World Class …
Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins tekur fyrstu lyftuna í World Class til að innsigla samninginn. mbl.is/Júlíus

Lögreglustjóri Höfuðborgarsvæðisins, Stefán Eiríksson undirritaði í dag samning við World Class líkamsræktarstöðvarnar sem felur í sér nýstárlegt fyrirkomulag til að hvetja lögreglumenn embættisins til að stunda líkamsrækt.

Lögreglumenn þurfa ekki að greiða fyrir aðstöðuna en þeir sem mæta ekki til æfinga verða sektaðir um 4000 krónur á mánuði.

Í fyrstu verða menn að skrá sig og taka sjálfviljugir þátt í þessu kerfi en Jökull Gíslason lögreglumaður sem hefur skipulagt þetta líkamsræktarátak með World Class sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að í framtíðinni yrðu hugsanlega allir lögreglumenn höfuðborgarsvæðisins skyldaðir til að taka þátt.

Lögreglan fær frían aðgang að vild að líkamsræktarstöðvunum en  líði heil vika án þess að þeir mæti á æfingu þurfa þeir að greiða fyrir allan mánuðinn.

Jökull sagði að frumkvæðið hefði komið frá World Class og að unnið væri eftir erlendri fyrirmynd.

„Eftir útskrift úr lögregluskólanum eru lögreglumenn ekki skikkaðir til að halda sér í formi, sem kann að koma á óvart og hefur verið fundið að þessu," sagði Jökull.

Hann bætti því við að fyrstu fimm mánuðina sem lögreglumenn sem taka þátt í þessu verkefni mæta ekki eða eru fjarverandi vegna sumarleyfa greiðir embættið fyrir þá en eftir það verður dregið af launum þeirra sem missa úr viku í æfingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka