Snjóbíll sendur til bjargar

Snjóbíll í líkingu við þennan var sendur eftir fólkinu þar …
Snjóbíll í líkingu við þennan var sendur eftir fólkinu þar sem veður er afar slæmt.

Ófært er á Fjarðar­heiði og vitað er um fimm bíla bíla­lest sem setið hef­ur föst þar í fjóra tíma. Tvö snjóruðnings­tæki eru að reyna að aðstoða lest­ina en geng­ur illa. „Það er snældu­vit­laust veður og sér ekki fram yfir húdd á bíl­um og skef­ur í jafnóðum," sagði varðstjóri lög­regl­unn­ar á Eg­ils­stöðum.

Snjó­bíll björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar er á leiðinni að bjarga fólk­inu úr bíl­un­um þar sem ekki er út­lit fyr­ir að tak­ist að losa þá í bráð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert