Tillaga um alþjóðlegt skáksetur

Bobby Fischer.
Bobby Fischer. mbl.is/RAX

Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að starfshópur verði settur á stofn til að útfæra hugmyndur um alþjóðlegt skáksetur í Reykjavík helgað afrekum Friðriks Ólafssonar og Bobbys Fischers.

Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð segir m.a., að alþjóðlegt skáksetur í Reykjavík yrði auglýsing fyrir land og þjóð og verðugur bautasteinn um glæstan árangur íslenskra skákmanna í þeirri hugans íþrótt sem skákin sé. Skáksetur þetta mundi ekki stangast á við starfsemi fyrirhugaðrar Skákakademíu Reykjavíkur heldur mundi það þvert á móti falla vel að því verðuga og metnaðarfulla markmiði að Reykjavík standi undir nafni sem skákhöfuðborg heimsins árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert