Búið er að opna fyrir alla umferð í Ártúnsbrekku og hún farin að ganga nokkuð eðlilega fyrir sig. Þá hefur aðgerðum verið hætt á Reykjanesbraut við Kúagerði og umferð að komast af stað þar.
Ekki er vitað um frekari aðgerðir vörubifreiðastjóra, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns.
Með aðgerðum sínum vilja vörubílstjórar mótmæla hárri álagningu ríkisins á eldsneyti sem skilar sér í hærra eldsneytisverði, einhliða hvíldarlögum ríkisins og lélegri aðstöðu fyrir vörubílstjóra til að njóta þeirrar hvíldar sem gert er ráðfyrir í umræddum lögum.