Búið er að opna fyrir alla umferð í Ártúnsbrekku og hún farin að ganga nokkuð eðlilega fyrir sig. Þá hefur aðgerðum verið hætt á Reykjanesbraut við Kúagerði og umferð að komast af stað þar.
Ekki er vitað um frekari aðgerðir vörubifreiðastjóra, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns.