Veggjakrotsfaraldur hefur gengið yfir í Hveragerði að undanförnu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er engu hlíft, krotað á fasteignir, bifreiðar og hvað eina sem verður á vegi krotaranna.
Lögreglumenn hafa verið að vinna í því að hafa upp á þeim sem þarna eru að verki og notið aðstoðar starfsfólks Hveragerðisbæjar í þessu máli.
Eru íbúar í Hveragerði og aðrir hvattir til að hafa auga með þessu og koma öllum gagnlegum upplýsingum til lögreglunnar í síma 480 1010.