Síminn hefur ákveðið að breyta fyrirkomulagi á verðskrá fyrirtækisins vegna símtala erlendis, svokallaðri reikiverðskrá. Framvegis verður verðskráin endurskoðuð mánaðarlega og endurskoðuð verðskrá birt á heimasíðu félagsins. Munu verðbreytingar endurspegla gengishreyfingar íslensku krónunnar.
Síminn segir, að vegna þróunar á gengi krónunnar undanfarið sé óhjákvæmilegt að kostnaður vegna símtala erlendis hækki. Með þessu fyrirkomulagi sé verðskráin gegnsæ og aðgengileg.