Veðurstofan spáir norðaustan 10-18 m/s um landið norðan og austanvert í dag. Hvassast verður norðvestantil og snjókoma, en síðan él. Þar dregur úr vindi síðdegis. Sunnantil á landinu verður austan 5-10 og slydda eða rigning með köflum. Þar verður úrkomulítið síðdegis og léttir til í kvöld. Undir kvöld hvessir hins vegar með suðurströndinni. Hiti verður yfirleitt í kringum frostmark, en 2 til 7 stig sunnan- og vestantil.