Vilja fella niður neysluskatta

Guðni Ágústs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, lagði til á Alþingi í dag að náð yrði fram þjóðarsátt til að vinna á þeim vanda­mál­um, sem steðjuðu að efna­hags­líf­inu vegna sam­drátt­ar þjóðarbú­skap og erfiðleika í rekstri fjár­mála­stofn­ana. Guðni lagði m.a. til þess að álög á eldsneyti verði lækkuð og virðis­auka­skatts á mat­væli felld­ur niður.

Í til­kynn­ingu frá Fram­sókn­ar­flokkn­um seg­ir, að heild­ar­tekju­lækk­un rík­is­sjóðs vegna af­náms mat­ar­skatts nemi um 7 millj­örðum króna. Tekju­lækk­un við að fella niður helm­ing gjalda af eldsneyti geti numið allt að 10 millj­örðum á árs­grund­velli. Þá legg­ur flokk­ur­inn til að stimp­il­gjöld verði af­num­in en heild­ar­tekj­ur rík­is­sjóðs af stimp­il­gjöld­um voru í fjár­laga­frum­varpi til árs­ins 2008 metn­ar ríf­lega 8 millj­arða en það sé ríf­lega áætlað.

Því megi gera ráð fyr­ir að heild­ar­tekju­lækk­un rík­is­ins við að sporna við verðbólgu geti losað 18 millj­arða króna. Verðhjöðnun­ar­áhrif geti verið um­tals­verð eða a.m.k. 3-5%.

Meðal annarra til­lagna, sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur lagt fram, er að Íbúðalána­sjóður geti tekið yfir fast­eignalán banka, sem eru und­ir til­tekn­um fjár­hæðarmörk­um og þannig komið með fé­lags­leg­um hætti að vanda tekju­lægri hópa í sam­fé­lag­inu. Ekki yrði um niður­greiðslu að ræða held­ur aðeins fjár­mögn­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert