ASÍ og neytendur á fundi í viðskiptaráðuneytinu

Ráðherra ASÍ og neytendur á fundi í viðskiptaráðuneytinu
Ráðherra ASÍ og neytendur á fundi í viðskiptaráðuneytinu Valdís Þórðardóttir

Fulltrúar ASÍ og neytenda áttu fund með Björgvini G. Sigurssyni viðskiptaráðherra, í viðskiptaráðuneytinu í morgun.  Á fundinum voru Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.  Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna, Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu, voru einnig viðstödd fundinn.

Að sögn Hennýar Hinz, voru boðaðar verðhækkanir ræddar á fundinum og leiðir til þess að draga úr þeim ræddar.  Engar formlegar ákvarðanir voru teknar á fundinum, en að sögn Hennýar  var staða neytenda rædd og ákváðu fundarmenn að stilla saman strengi, og halda aftur fund fljótlega í framhaldinu.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert