Átakshópur um bætta umgengni í borginni

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, kynnti á borgarstjórnarfundi í dag tillögu sem hann hyggst leggja fyrir á næsta borgarráðsfundi um stofnun átakshóps um bætta umgengni í miðborginni.

Í átakshópnum verða m.a. embættismenn borgarinnar, lögreglan, fulltrúar íbúasamtaka, verslunar, veitingahúsa og annarra hagsmunaaðila. Ráðgert er að hópurinn hittist ört og viðhafi skjót vinnubrögð til að bæta umhirðu í miðborginni, fjarlægja rusl og hreinsa veggjakrot.

Þegar hefur verið farið yfir málið með byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra Reykjavíkurborgar sem munu leggja tillögur fyrir borgarráð n.k. fimmtudag sem miða að því að herða eftirlit og viðurlög gagnvart þeim húseigendum sem hafa látið undir höfuð leggjast að halda húsnæði sínu í því ástandi sem lög og reglur kveða á um. Sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið falið að auka verulega vinnu við umhirðu og útlit í miðborginni.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert