BHM krefst þess að staða vegamálastjóra verði auglýst að nýju

Bandalag háskólamanna krefst þess, að staða vegamálastjóra verði dregin til baka og auglýst að nýju með skýrum kröfum um menntun umsækjenda.

Vísað er til þess, að í auglýsingu um embættið sé gerð krafa um háskólamenntun í verkfræði eða sambærilega menntun. Alls óljóst sé hvað átt sé við með sambærilegri menntun, hvort átt sé við sambærilega lengd menntunar eða menntun í skyldum greinum og þá hverjum.

„Sé litið til verkefna stofnunarinnar eins og þau eru skilgreind í lögum í 5 gr. laga nr. 80/2007felast þau helst í aðstoð við ráðherra vegna stefnumótnunar, skiptingu fjármuna, rekstur og umsjón tilgreindra málaflokka. Á fjárlögum 2008 er gert ráð fyrir um 35 milljarða króna umsvifum Vegagerðarinnar og starfsmenn munu vera um 320. Í lögum um Vegagerðina er ekki gerð krafa um að vegamálstjóri hafi verkfræðimenntun. Með vísan til þess, verkefna hennar og umsvifa fer Bandalag háskólamanna fram á að auglýsingin verði dregin til baka og staðan auglýst að nýju með skýrum kröfum um menntun umsækjenda," segir í tilkynningu frá BHM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert