Vörubílstjórar ætla að taka þátt í mótmælum ferðaklúbbsins 4x4 og aka bílum sínum frá Klettagörðum og Austurvelli. Mótmælin eru skipulögð í samvinnu við lögreglu og telur Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, að þau muni ekki raska miklu þar sem lögregla mun leiða umferðina.
Aðspurður um frekari mótmæli af hálfu vörubílstjóra sagði Sturla að menn ætla að halda áfram. Umferð mun verða stöðvuð en ekki gaf hann út hvenær búast mætti við því. „Við munum stöðva umferð en við ætlum ekki gefa neitt út um hvenær,“ sagði Sturla í samtali við mbl.is.