Ekkert skíðagabb á Húsavík

Frá Skálamel á Húsavík í dag.
Frá Skálamel á Húsavík í dag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Í dag var skíðalyftan í Skálamel á Húsavík opnuð í fyrsta skipti í vetur og auglýsing þar að lútandi birt á heimasíðu Norðurþings.  Einhverjir hafa sjálfsagt haldið að um aprílgabb væri að ræða en svo var ekki og um leið og opnað var fóru krakkarnir að týnast í melinn.

Búið var að troða brekkurnar og aðstæður því ágætar, færið reyndar nokkuð hart eftir frostið síðustu nótt.

 
Skíðalyftur á Húsavík hafa oft á tíðum verið opnar mun fyrr og oftar á vetrum en í vetur og óvíst hve lengi þessi litli snjór sem nú er endist.  Ekki þarf mikið til að hann hverfi fljótt, einn dagur með hita yfir frostmarki væri nóg en er á meðan er og lyftan verður opin næstu daga, eða  á meðan snjór endist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert