Margra kílómetra bílaröð

Bílar á Sæbraut við Höfða.
Bílar á Sæbraut við Höfða. mbl.is/Júlíus

Óslit­in bílaröð er nú frá Sunda­görðum í Reykja­vík eft­ir Sæ­braut inn í miðborg­ina en mik­ill fjöldi öku­tækja er nú á leið niður á Aust­ur­völl þar sem hald­inn verður mót­mæla­fund­ur inn­an skamms vegna hás eldsneytis­verðs.

Aðgerðirn­ar voru skipu­lagðar af ferðaklúbbn­um 4x4 en klúbbur­inn styður kröf­ur at­vinnu­bíl­stjóra um að álög­ur rík­is­ins á eldsneyti verði lækkaðar veru­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert