Notendaviðmót Barnalands á dönsku til hagræðis

Notendaviðmót Barnalands er á dönsku.
Notendaviðmót Barnalands er á dönsku.

Stýri- og umsjónarkerfi barnalands.is og er.is verður eingöngu á dönsku frá og með deginum í dag, 1. apríl.

Segir í tilkynningu frá félaginu Fronti, sem rekur vefinn, að þetta sé gert í hagræðingarskyni þar sem Frontur reki sambærileg vefsetur á Norðurlöndunum. Því hafi verið ákveðið að nota eitt og sama tungumálið fyrir alla vefina, þ.e. dönsku.

Þeir notendur sem vilja nota íslenskt umsjónar- og stýrikerfi áfram geta keypt það í verslunum BT frá og með deginum í dag. Mun stýrikerfið kosta 2190 krónur en í dag verður það selt á sérstöku tilboðsverði, eða á 990 krónur.

Barnaland er í samstarfi við mbl.is á netinu.

Barnaland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert