Nýr vegamálastjóri hafi verkfræðimenntun

„Þetta er eðlileg hæfniskrafa. Allir vegamálastjórar hingað til hafa verið verkfræðimenntaðir,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, um auglýsingu vegna setningar í embætti vegamálastjóra. Embættið var auglýst laust til umsóknar til eins árs frá og með 1. maí sl., en í auglýsingu um það er gerð krafa um verkfræðimenntun eða sambærilega menntun. Slíkt var ekki gert síðast þegar embættið var auglýst.

Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri er lögfræðingur að mennt og athygli Lögmannafélags Íslands á málinu hefur verið vakin. Að sögn Lárentsínusar Kristjánssonar, formanns Lögmannafélagsins, mun stjórn þess að líkindum fjalla um málið á stjórnarfundi á morgun.

Lárentsínus segir að almennt sýnist sér að samkvæmt starfsmannalögum sé ráðherra líkast til heimilt að gera kröfur um sérstaka menntun vegna ráðningar vegamálastjóra. Slíkt þurfi hins vegar að rökstyðja mjög vel „og mér finnst þessi ákvörðun hans kalla á það“. Hann segir að þetta mál komi öllum sérfræðistéttum við, enda sé fyrst og fremst um stjórnunarstöðu að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka