Ólíklegt að Sundabraut fari í útboð í ár

Ein útfærsla Sundabrautar.
Ein útfærsla Sundabrautar.

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði á Alþingi í dag, að ekki væru líkur á að Sundabraut yrði boðin út fyrr en á næsta ári. Sagði Kristján að á samgönguáætlun væru áætlaðar 8 milljónir til verksins en það myndi kosta 35 milljarða ef gangaleiðin yrði farin. Það væri verkefni Alþingis og ríkisstjórnar að ákveða hvernig fjármagna ætti mismuninn.

Umræður standa nú yfir utan dagskrár á Alþingi um Sundabraut en Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór fram á umræðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert