Olíuhreinsistöð rúmast ekki innan losunarheimilda

Olíuhreinsistöð í Venesúela.
Olíuhreinsistöð í Venesúela. Reuters

Losun gróðurhúsalofttegunda frá olíuhreinsistöð, eins og rætt hefur verið um að reisa á Vestfjörðum, rúmast ekki innan losunarheimilda samkvæmt skuldbindingum Íslands fyrir árin 2008–2012. Því þyrfti annað tveggja að koma til, förgun/nýting koltvísýrings eða aðkeypt losunarheimild erlendis frá af hálfu framkvæmdaraðila.

Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns VG, á Alþingi, um olíuhreinsistöð.

Fram kemur, að f framleiðsla stöðvarinnar gæti, ef af verður, verið nærri 150.000 tonn af hreinsaðri olíu á viku. Sé gert ráð fyrir að olía komi frá Rússlandi með ísstyrktum flutningaskipum af fullkomnustu gerð með 100.000 tonna burðargetu megi búast við um 80 skipum á ári til landsins. Olíuflutningar frá landinu mundu að öllum líkindum eiga sér stað með minni skipum og skipaferðir héðan því fleiri en 80 á ári.

Svarið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert