Sveitarstjóraskipti í Eyjafjarðarsveit

Guðmundur Jóhannsson mun taka við stöðu sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit.
Guðmundur Jóhannsson mun taka við stöðu sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar gekk í dag frá ráðningu Guðmundar Jóhannssonar í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Guðmundur mun taka við starfinu í næsta mánuði af Bjarna Kristjánssyni, sem gengt hefur starfinu sl.10 ár.

Guðmundur er Akureyringur fæddur 1957og er kvæntur Evu Þórunni Ingólfsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Guðmundur sagði að hann hlakkaði mikið til að taka við starfinu og taldi að sveitarfélagið byggi yfir miklum möguleikum sem spennandi yrði að takast á við.

Alls sóttu 33 um stöðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert