Tepptu Fagradalsbraut og Egilsstaðanes með lúshægum akstri

Bílstjórar stóðu fyrir mótmælum á Egilsstöðum í dag.
Bílstjórar stóðu fyrir mótmælum á Egilsstöðum í dag. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Vöruflutningabílstjórar og félagar í Austurlandsdeild ferðaklúbbsins 4x4 mótmæla nú hækkun eldsneytisverðs og vökulögunum á Egilsstöðum.

Um 80 vörubílar, rútur, jeppabifreiðar, snjóruðningstæki og önnur ökutæki tepptu mestu umferðaræðina á Egilsstöðum, Fagradalsbraut laust eftir kl. 16 og eru nú á lúshægum akstri út Egilsstaðanesið og þeyta flautur af miklum krafti.

Jakob Karlsson, einn stjórnarmanna í 4x4 Austurlandsdeild sagði sjúkralið hafa verið látið vita fyrirfram um aðgerðirnar. Aðgerðirnar séu til stuðnings baráttunni fyrir lægra eldsneytisverði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert