Þingforseti tekur við mótmælum

Bílstjórarnir með jeppadekkið sem þeir afhentu Sturlu.
Bílstjórarnir með jeppadekkið sem þeir afhentu Sturlu. mbl.is/Júlíus

Sturla Böðvars­son, for­seti Alþing­is, tók við mót­mæla­skjali gegn háu eldsneytis­verði á Aust­ur­velli í dag. Bíla­lest fór frá Sunda­görðum í miðborg­ina nú síðdeg­is og eru all­ar göt­ur í kring­um Aust­ur­völl full­ar af bíl­um.

Á sama tíma lokuðu flutn­inga­bíl­stjór­ar um­ferð á gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar en opnuðu fljót­lega fljót­lega aft­ur og héldu upp í Ártúns­brekku. Þar hægðu þeir ferðina í stutta stund en lokuðu ekki göt­unni.

For­svars­menn ferðaklúbbs­ins 4x4, sem skipu­lögðu mót­mælaaðgerðirn­ar á Aust­ur­velli af­hentu Sturlu einnig stórt jeppa­dekk sem á hafði verið letruð mót­mæli. Þing­vörður rúllaði dekk­inu inn í Alþing­is­húsið.

Bílstjórar stöðvuðu umferð í stuttan tíma á Kringlumýrarbraut í dag.
Bíl­stjór­ar stöðvuðu um­ferð í stutt­an tíma á Kringlu­mýr­ar­braut í dag. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert