Veiði fór vel af stað í Litlá

Frá vorveiði í Tungulæk fyrir nokkrum árum.
Frá vorveiði í Tungulæk fyrir nokkrum árum. mbl.is/Einar Falur

Sil­ungsveiði hófst í nokkr­um ám og vötn­um í dag. Fram kem­ur á vef Stang­veiðifé­lags Reykja­vík­ur, að veiði hófst m.a. í Lit­lá í Keldu­hverfi  en sök­um heitra linda er áin ís­laus nær allt árið. Veiðin byrjaði vel í morg­un og höfðu 10 sjó­birt­ing­ar og ein bleikja komið á land um há­degið.

Haft er eft­ir veiðimönn­um, að sjó­birt­ing­ur­inn hafi verið vænn og vel hald­inn enda meira fæðufram­boð í heitri ánni held­ur en á hefðbundn­um veiðisvæðum fyr­ir norðan. 

Vef­ur Stang­veiðifé­lags Reykja­vík­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert