Ekkert athugavert við einkaþotuferð

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að ekkert sé athugavert við það að hann og utanríkisráðherra fari með einkaþotu til Búkarest í Rúmeníu á fund Norður-Atlantshafsbandalagsins, 2.-4. apríl, þar sem kostnaðurinn sé svipaður og við það að fara með áætlunarflugi.

Að auki sé mikill tímasparnaður af þessum ferðamáta samanborið við að fara með áætlunarflugi. Þetta kom fram í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi.

Meðal annars kom fram að hann hefði ekki getað setið fyrir svörum í Kastljósi í gær hefði hann farið með áætlunarflugi þar sem hann hefði þurft að vera lagður af stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert